Á vordögum 2015 kom ný vörulína frá fyrirtækinu Hugrún – islensk.is á markaðinn. Þar er um að ræða viskastykki úr hör og bómull, framleitt í Finnlandi úr hágæða efnum en
hönnun munstursins er eftir Guðbjörgu Ringsted.
Einnig er um að ræða óróa/skraut úr málmþynnu, í tveimur stærðum, með sama munstri. Þessar munsturteikningar eru hluti af áður útgefnum óróum frá 2011 sem Íslandspóstur gaf út undir heitinu ,,Jólaprýði póstsins“.
Allar upplýsingar um þessar nýju vörur og sölustaði má finna á heimasíðunni
www.islensk.is einnig er hægt að skoða vörurnar á Pintrest.