Dagana 20. mars til 17. maí 2015 stendur yfir sýning á málverkum í fordyri Hallgrímskirkju. Þar sýnir Guðbjörg ný og eldri málverk, þar sem íslenski útsaumurinn af þjóðbúningnum okkar er viðfangsefni sem fyrr. Munstrið hefur öðlast visst frelsi og fer sínar leiðir. Í kirkjum er hefð fyrir fögrum útsaumi í klæðum og dúkum Guði til dýrðar.
Opið alla daga frá kl. 9 – 17 .