Myndlist í 30 ár – Guðbjörg Ringsted

Skráð þann 17. ágúst 2013 · Skrifað í Sýningar

Þann 8. september 1983 opnaði ég mína fyrstu einkasýningu. Það var hér á Akureyri, í Klettagerði 6. Síðan eru liðin 30 ár og myndverkin orðin nokkuð mörg. Fyrst um sinn vann ég mest með grafík (kopargrafík, steinþrykk, dúkristur og tréristur) og teikningar. Síðan kom tímabil pastelteikninga sem þróaðist yfir í blandaða tækni með pastel og þrykk. Um nokkurra ára skeið vann ég aðallega með einþrykk og mest með bláan lit. Það var ,,bláa tímabilið‘‘. Ég tók aftur til við blýantinn árið 2006 en sneri mér að málverkinu árið 2007og hef haldið mig á þeirri braut síðan.

Hér í sal Myndlistarfélagsins gefur að líta brot af 30 ára vinnu minni við myndlist.

Guðbjörg Ringsted

Myndverkaskrá
1. Klemmur, steinþrykk, 1981, í einkaeigu
2. Kvöld(Fjallafála), sáldþrykk, 1980
3. Eins og kleinur I, steinþrykk, 1981
4. Eins og kleinur II, steinþrykk, 1981
5. Pússluspil (Týndi hlekkurinn), æting/akvatinta, 1982
6. Samkvæmi, æting/akvatinta, 1982
7. Samkvæmi, æting/akvatinta, 1982
8. Jakkafatahornsófi, pastel, 1989
9. Rauði stóllinn, teikning/krít, 1983, í einkaeigu
10. Urður, Verðandi og Skuld, teikning, 1985, í einkaeigu
11. Fjórar mjólkár Auðhumlu, teikning, 1985, í einkaeigu
12. Andlit í klettinum, teikning, 1985, í einkaeigu
13. (súlan) Ís í snjó, æting, 1982
14. (súlan) H2O, teikning/trélitir, 1982
15. Tertujárn, teikning, 1983, í einkaeigu
16. Spæling, teikning, 1983
17. Upp úr sjö, teikning, 1988, í einkaeigu
18. Himnastigi, teikning, 1988, í einkaeigu
19. Milli skýja, teikning, 1988, í einkaeigu
20. Ímynd, steinþrykk, 1981, í einkaeigu.
21. Skýfall, dúkrista, 1994
22. Mánafoss, dúkrista, 1994, í eigu Safnaðarheimilis Akureyrarkirkju
23. Lítið var en lokið er I, steinþrykk, 1982
24. Lítið var en lokið er II, steinþrykk, 1982
25. Lítið var en lokið er III, steinþrykk, 1982
26. Tereka, æting, 1983
27. Ljós í myrkri, steinþrykk, 1981
28. Jökull, pastel,1989, í einkaeigu
29. Stóllinn, pastel, 1989, í einkaeigu
30. Koss á fjalli, blönduð tækni, 1997, í einkaeigu
31. Fimmund, teikning/trélitir, 1984, í einkaeigu
32. Eins og kleinur I, steinþrykk/trélitir, 1981, í einkaeigu
33. Eins og kleinur II, steinþrykk/trélitir, 1981, í einkaeigu
34. Kaffitími, æting/þurrnál, 1981
35. Tilhugalíf, teikning, 2007
36. Blómstrandi í bandi, teikning, 2006
37. Eik, teikning, 2006
38. Leikur með lauf, teikning, 2006
39. Nýjar leiðir, akrýl á striga, 2010
40. Iða, akrýl á striga, 2010
41. Fyssandi, akrýl á striga, 2010
42. Himnablóm, akrýl á striga, 2011
43. Himnesk blóm, akrýl á striga, 2011
44. Eitt augnablik, akrýl á striga, 2010
45. Saman í lífinu, akrýl á striga, 2013
46. Dans, akrýl á striga, 2013
47. Lífsdans, akrýl á striga, 2013